Páskarnir eru framundan og ekki úr vegi að líta til veðurs. Veðurspá Veðurstofu Íslands má sjá hér að neðan.
Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 suðaustantil. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands.
Frost 1 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil að deginum.
Svipað veður á morgun en heldur hvassari, einkum á Suðausturlandi.
Spá gerð: 27.03.2024 09:05. Gildir til: 29.03.2024 00:00.
Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Él á norðan- og austanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en 1 til 4 stiga hiti við suður- og suðvesturströndina yfir daginn.
Á sunnudag og mánudag:
Ákveðnari norðaustanátt og bætir í ofankomu norðaustantil, annars svipað veður áfram. Heldur mildara í bili.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan- og austan, en léttskýjað sunnan heiða. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 08:09. Gildir til: 03.04.2024 12:00.
Í dag verður norðaustan 5-13 m/s en 13-18 á Suðausturlandi. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu en bjart vestan- og sunnantil. Frost um allt land en hiti verður rétt yfir frostmarki sunnanlands.
Svipað veður á morgun en aðeins hvassara. Í vindstrengjum á Suðausturlandi má búist við snörpum vindhvíðum, einkum í Öræfum og gæti orðið varasamt fyrir ökuttæki sem taka á sig mikinn vind.
Fram til þriðjudags breytist veðrið ansi lítið. Þá dregur úr vindi og líkur eru á dálitlum éljum um allt land. Áfram frekar kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 05:26. Gildir til: 28.03.2024 00:00.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.