Páskaveðrið
frost_gras
Frost í jörðu. Eyjar.net/TMS

Páskarnir eru framundan og ekki úr vegi að líta til veðurs. Veðurspá Veðurstofu Íslands má sjá hér að neðan.

Veðurhorfur á landinu

Norðaustan 5-13 m/s, en 10-18 suðaustantil. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu, en léttskýjað sunnan- og vestanlands.

Frost 1 til 8 stig, en hiti 0 til 5 stig sunnan- og suðvestantil að deginum.

Svipað veður á morgun en heldur hvassari, einkum á Suðausturlandi.
Spá gerð: 27.03.2024 09:05. Gildir til: 29.03.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag og laugardag:
Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Él á norðan- og austanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en 1 til 4 stiga hiti við suður- og suðvesturströndina yfir daginn.

Á sunnudag og mánudag:
Ákveðnari norðaustanátt og bætir í ofankomu norðaustantil, annars svipað veður áfram. Heldur mildara í bili.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan- og austan, en léttskýjað sunnan heiða. Fremur kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 08:09. Gildir til: 03.04.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Í dag verður norðaustan 5-13 m/s en 13-18 á Suðausturlandi. Stöku él á norðan- og austanverðu landinu en bjart vestan- og sunnantil. Frost um allt land en hiti verður rétt yfir frostmarki sunnanlands.

Svipað veður á morgun en aðeins hvassara. Í vindstrengjum á Suðausturlandi má búist við snörpum vindhvíðum, einkum í Öræfum og gæti orðið varasamt fyrir ökuttæki sem taka á sig mikinn vind.

Fram til þriðjudags breytist veðrið ansi lítið. Þá dregur úr vindi og líkur eru á dálitlum éljum um allt land. Áfram frekar kalt í veðri.
Spá gerð: 27.03.2024 05:26. Gildir til: 28.03.2024 00:00.

Nýjustu fréttir

Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.