Nemendur í 8. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja afhentu í dag Vestmannabæ 43 kg af plast umbúðum. en nemendur hafa safnað plasti í rúman mánuð með það að markmiði að gera sér grein fyrir því magni sem hver og einn notar af plasti. Ásamt því að fá fræðslu og vinna önnur verkefni tengdu platsnotkun.
„Markmið verkefnisins er að að nemendur geri sér grein fyrir mikilvægi þess að fara vel með jörðina og skilji hugtakið sjálfbærni, geri sér grein fyrir að aðgerðir eða aðgerðaleysi hvers og eins skiptir máli,” segir í tilkynningu frá kennurum og nemendum 8. bekkjar GRV að lokinni afhendingunni. „Þess má geta að hver og einn Íslendingur notar 10 kg af plasti á mánuði sem gera 33 kg á ári. Við söfnuðum 43 kg sem eru til sýnis á Einarsstofu. Það er áhugavert að sjá hvernig 43 kg líta út.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst