Póstbox til Eyja
24. október, 2020

„Það er reiknað með að póstbox á landsbyggðinni verða sett í notkun 15. nóvember. Þau verða öll gangsett á sama tíma. Prófanir fara í gang í dag á Selfossi til að tryggja að öll kerfi verði í lagi þegar við förum „live““, sagði Ingimar Sveinn Andrésson hjá Póstinum í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir

Hann segist reikna með að uppsetning á póstboxi fari fram í næstu viku hérna í eyjum og það verði mikla þjónustuaukning fyrir viðskiptavini. Þeir geta nálgast sendingar í póstbox allan sólarhringinn. „Biðröð á pósthúsi á hefðbundnum opnunartíma er óþörf  ef afhendingarval er póstbox. Að nýta sér þessa þjónustu verður mjög einfalt, sérstaklega þegar nýja appið okkar kemur sem væntanlegt er á næstu vikum.“

Ingimar segir það einstaklega ánægjulegt hvað Íslandspóstur hefur getað bætt þjónustu við Eyjamenn á þessu ári þrátt fyrir erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu. „Við erum ekki lengur talinn vera „afdalir“ í póstheimum með seinkaðri afhendingu eins og áður var þegar Eyjar voru alltaf +1 dagur í sendingartíma hér áður. Að við séum með í fyrstu bylgju í uppsetningu póstboxa á landsbyggðinni eru greinileg merki þess að Íslandspóstur vill veita okkur Eyjamönnum hágæða þjónustu,“ sagði Ingimar brattur.

Nánari upplýsingar um póstbox má nálgast hér

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.