Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana.
Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er í vinnslu nýr heimildarþáttur hjá breska ríkisútvarpinu BBC, sem hefur ítrekað sent tökulið til landsins síðustu mánuði. Nýverið voru þau stödd í Vestmannaeyjum í þriðja sinn síðan í júní og safna efni fyrir þátt um þetta sérstæða og hjartnæma samfélagsverkefni.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst