Nú eru komnar samtals 37 pysjur í Pysjueftrilit Sæheima. �?að eru því komnar fleiri pysjur í pysjueftirlitið núna en komið var með allt pysjutímabilið árið 2013, en þá komu einungis 30 pysjur. �?egar komið er með pysjur til okkar þá eru þær bæði vigtaðar og vængmældar. �?egar þessar tölur eru skoðaðar saman þá gefur það ákveðna mynd af holdafari pysjanna.
Pysjurnar í ár eru nánast allar mjög léttar en samt sem áður ódúnaðar. Vænglengdin aftur á móti er eins og í meðal ári. �?etta segir okkur það að pysjurnar núna eru horaðar. Pysjurnar sem enn eru í holum sínum eru vonandi að fá nóg að éta þannig að þær verði aðeins pattaralegri en þær sem þegar eru komnar.
Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að koma með pysjur í mælingu og þökkum við kærlega fyrri það. Inni á facebook síðu Sæheima má sjá myndir af nokkrum þessara krakka með pysjurnar sem þau fundu.