Ráðgjöf um loðnuveiðar í næstu viku

Þriggja vikna loðnu­leiðangri skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Aust­ur-Græn­land, mesti þétt­leik­inn var um miðbik svæðis­ins, en minnst fannst á svæðinu norðan­verðu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Guðmund­ar Óskars­son­ar, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs. Á næstu dög­um verður unnið úr gögn­um og ráðgjöf um veiðar eft­ir ára­mót gæti legið fyr­ir seinni hluta næstu viku.

Mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um voru unn­ar í sam­vinnu Íslend­inga og Græn­lend­inga, sem leigðu Árna Friðriks­son til þátt­töku í verk­efn­inu. Árni Friðriks­son, sem kannaði norður­svæðið, kom til Hafn­ar­fjarðar í gær, en Bjarni Sæ­munds­son á miðviku­dag. Að sögn Guðmund­ar gekk leiðang­ur­inn í heild­ina vel, en nokkr­ar taf­ir urðu vegna veðurs á suður­svæðinu. Alls sigldu rann­sókna­skip­in um sjö þúsund sjó­míl­ur í leiðangr­in­um.

Meg­in­mark­miðið var mæl­ing á stærð veiðistofns loðnu sem ætla má að komi til hrygn­ing­ar í vet­ur og mæl­ing á magni ung­loðnu, sem verður uppistaðan í veiðistofni 2023. Mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020 leiddu til þess að gef­inn var út upp­hafskvóti fyr­ir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísi­tala ung­loðnu í leiðangr­in­um fyr­ir ári var sú næst­hæsta frá upp­hafi slíkra mæl­inga. Ef ekki væri varúðarnálg­un í afla­reglu upp á fyrr­nefnd 400 þúsund tonn hefði upp­hafskvót­inn verið mun hærri.

Nýjustu fréttir

Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.