Inga Sæland, nýr mennta- og barnamálaráðherra, segir íslenska menntakerfið hafa brugðist og telur tímabært að stíga ný skref. Hún vill sækja innblástur til Finnlands í menntamálum og jafnframt innleiða verkefnið Kveikjum neistann. Þetta kom fram í viðtali við Ingu í útvarpsþættinum Sprengisandi í morgun. Inga tekur formlega við embætti á ríkisráðsfundi á Bessastöðum síðar í dag.
Verkefnið Kveikjum neistann hefur verið í gangi í Grunnskóla Vestmannaeyja undanfarin ár og benda niðurstöður til þess að lesskilningur drengja hafi þar batnað umtalsvert á síðastliðnum árum. Verkefnið hefur einnig verið innleitt í Lindaskóla í Kópavogi.
„Ég heimsótti Vestmannaeyjar um daginn og fór í skólana og fékk að kynnast starfinu og gleðinni sem þar ríkir, sem er aðdáunarverð,“ sagði Inga m.a. í viðtalinu.
Þessu tengt: Kveikjum neistann virkar – Eyjafréttir



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst