Ragna Lóa og Hemmi í heimsókn í dag
3. júní, 2014
ÍBV tekur í dag á móti Fylki í Pepsídeild kvenna en leikurinn hefst klukkan 18:00. Ragna Lóa Stefánsdóttir er þjálfari Fylkis en eiginmaður hennar, Heimkletturinn sjálfur Hermann Hreiðarsson er formaður knattspyrnudeildar kvenna hjá Fylki og hefur fylgt liðinu í þeim þremur leikjum sem búnir eru. Liðin eru á svipuðum slóðum í deildinni, Fylkir er í sjöunda sæti með fjögur stig eftir einn sigur, eitt jafntefli og eitt tap. ÍBV er sæti neðar, með þrjú stig eftir einn sigur og tvö töp.
Allir iðkendur 12 ára og yngri sem mæta í hvítu, eiga möguleika á að fá flottan vinning. Eina sem þau þurfa að gera, er að skrá sig fyrir leik á skrifstofu ÍBV og þá er nafnið þeirra komið í pottinn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst