Rammi hf. í Fjallabyggð hefur hætt við smíði tveggja flakafrystitogara sem samið hafði verið um smíði á við Solstrand í Noregi þar sem skipasmíðastöðin stefnir í þrot, að því er Unnar Már Pétursson, fjármálastjóri Ramma hf., sagði í samtali við nýjustu Fiskifréttir.
Rammi hf. samdi um smíði skipanna 16. júní 2006. Þá kom fram að þessi samningur hefði verið stærsti einstaki nýsmíðasamningurinn sem Solstrand hefði gert.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst