Rán selur Töfra-Álfinn frá SÁÁ

Kraftmikið sölufólk úr fimleikafélaginu Rán undir stjórn Sirríar Bjartar Lúðvíksdóttur verður á ferðinni í verslunum og á bensínstöðvum í Vestmannaeyjum næstu dagana til að selja Töfra-Álfinn frá SÁÁ. Ekki er að efa að Álfinum verður tekið fagnandi í Eyjum líkt og endranær.

Þetta er í 34. skipti sem SÁÁ stendur að Álfasölunni, sem er ein mikilvægasta fjáröflunarleið samtakanna.

Að þessu sinni er Álfurinn í gervi töframanns, sem er afar viðeigandi í ljósi þess að Álfasala SÁÁ hefur stuðlað að töfrum í lífi þeirra þúsunda sem hafa komið í meðferð hjá samtökunum gegnum árin. Að ekki sé talað um töfrana fyrir aðstandendur, vini, vinnuveitendur og þjóðfélagið allt.

Tekjurnar af Álfasölunni hafa einkum verið nýttar til að byggja upp rými og þjónustu fyrir ungt fólk og aðstandendur alkóhólista.

Sú mikla uppbygging sem SÁÁ hefur staðið fyrir í tæp 45 ár byggir alfarið á fjárhagslegum stuðningi landsmanna, sem hafa ávallt tekið vel í fjáraflanir samtakanna, ekki síst Álfinn.

Í heildina munu um 500 manns bjóða Töfra-Álfinn til sölu næstu daga á fjölförnum stöðum um land allt.

 

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.