Refsivert að stýra rafskútum undir áhrifum
Rafhlaupahjólin frá Hopp má sjá um allt land. Mynd: Eyjafréttir.

Búast má við að margir komi til með að nota rafmagnshlaupahjól til að flakka á milli staða í Eyjum um helgina en vert er að rifja upp að sérstakar reglur um smáfarartæki voru lögfestar þegar Alþingi samþykkti sl. júní frumvarp innviðaráðherra um breytingar á umferðarlögum.

Nú er refsivert samkvæmt fyrrnefndum lögum að aka rafskútum undir áhrifum áfengis og gilda sömu meginreglur og um akstur bifreiða undir áhrifum.

Hjólin í fréttir í fyrra

Hlaupahjólin frá fyrirtækinu Hopp rötuðu nokkrum sinnum í fréttirnar á síðustu Þjóðhátíð. Á föstudagskvöldinu slasaðist einn og missti úr sér nokkrar tennur eftir að hafa dottið af slíku hjóli og á Húkkaraleik hjá KFS keyrði þjóðhátíðargestur inn á völlinn í miðjum leik sem olli miklum usla.

Nýjustu fréttir

Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Nám sem tengir saman skóla, atvinnulíf og samfélag
Draumar æskuáranna rættust
ÍBV tapaði toppslagnum gegn Val
Handverksmenn sýna í Einarsstofu
Samninganefnd skipuð vegna endurskoðunar á Herjólfssamningi
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.