Hermann Hreiðarsson reiknar ekki með að spila mikið fleiri landsleiki á ferlinum en hann hefur verið að glíma við meiðsli í hásin. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hermann var lengi frá eftir að hafa slitið hásin á hinni löppinni en hann hefur lítið getað æft fótbolta undanfarið, aðeins hjólað, synt og stundað styrktar- og teygjuæfingar.