Góð stemning myndaðist í gærkvöldi í Herjólfsdal. GDRN reið á vaðið á kvöldvökunni þar til Huldumenn tóku við og léku nokkur lög af nýrri plötu þeirra kumpána í bland við rokksmelli og Gildrulög. Til þeirra á svið bættist svo Bjartmar Guðlaugsson sem flutti nokkra af sínum smellum áður hann frumflutti flytur Þjóðhátíðarlagið. Loks mætti svo Stjórnin á svið í fyrst sinn síðan 1989. Tók brekkan vel undir og dillaði sér.
Þá tók dj tvíeykið Bestís við og taldi niður í brennuna sem kveikt var í á miðnætti. Þrátt fyrir að flugeldarnir sem notaðir voru við íkveikjuna sæjust lítið vegna misturs yfir Dalnum naut brennan sín vel að vanda á Fjósakletti.
Stemningin í Herjólfsdal myndaðist að sjálfsöguðu af Óskari Pétri og má sjá afrakstur gærkvöldsins hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst