Risadansleikur í Höllinni með Ingó Veðurguði í kvöld
Nú fer knattspyrnutímabilið að hefjast hjá okkur hér í Eyjum. Hásteinsvöllur verður fallegri með hverjum deginum og það styttist í fyrstu heimaleiki meistaraflokkanna okkar, sem og annarra flokka. Að sjálfsögðu vonumst við eftir miklum og góðum stuðningi frá fyrsta leik. En áður en að þessu kemur gerum við okkur glaðan dag í Höllinni.
Dömu- og herrakvöld ÍBV í kvöld – VORHÁTÍÐ.
Prentað upplag miða á þennan viðburð er uppselt, en ef þig langar, þá komum við þér nú alveg fyrir ;-). Glæsileg og fjölbreytt dagskrá er í boði og að sjálfsögðu hið heimsfræga hlaðborð Einsa kalda. En fyrst og fremst verður Höllin stútfull af skemmtilegu fólki, fólki sem styður félagið sitt í blíðu og stríðu. Fyrir það erum við sem stöndum að knattspyrnunni óendanlega þakklát. �?ið sem komist ekki á skemmtunina ættuð endilega að koma á ballið og styrkja þannig ÍBV en ekki síst koma á eitt flottasta ball ársins.
Súpergrúppan Hásteinn �?? Ingó Veðurguð, Sverrir Bergmann og Halldór Fjallabróðir.
Já, þetta verður án efa eitthvað svakalegt, því þeir þremenningar njóta síðan aðstoðar Jarls, Bigga Nielsen og �?óris �?lafssonar og saman mynda þeir magnaða gleðisveit sem á eftir að skemmta sér svo vel að það smitar langt niður á Skólaveg.
Miðaverð er kr. 2.500,- á ballið og við hvetjum alla til að koma snemma, til að missa nú ekki af þessarri súpergrúppu.
Innilegar þakkir fyrir veittan stuðning í gegnum tíðina. Sjáumst á vellinum í sumar.
Hlökkum til að sjá þig og alla hina.
�?? Áfram ÍBV, alltaf og allsstaðar.
Meistaraflokkar ÍBV í knattspyrnu kvenna og karla og aðrir velunnarar.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.