Risaleikir í handboltanum í dag
Í dag er sannkallaður handboltadagur en í dag fara tveir leikir fram hér í Vestmannaeyjum en leikirnir áttu fyrst að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar með flugi. Klukkan 17:30 er toppslagur en þá tekur ÍBV á móti Gróttu en bæði liðin eru ósigruð í Olís deild kvenna. �?essi tvö lið áttust við í frábæru einvígi á síðasta tímabili um Íslandsmeistaratitilinn og búast má við hörku leik í dag en Gróttu stelpur komu með Herjólfi í gærkvöldi. Klukkan 19:30 taka svo bikarmeistarar ÍBV á móti Íslandsmeisturum Hauka en þessi lið hafa tvisvar mæst í vetur þar sem ÍBV hefur sigrað í bæði skiptin. Leikirnir á milli þessa liða undanfarin ár hafa alltaf verið skemmtilegir og spennandi því er ekki við öðru að búast í kvöld.
Í nýjasta tölublaði Eyjafrétta sem kom út í gær er upphitun fyrir leikina. �?ar má finna viðtöl við Kára Garðarsson þjálfara Gróttu, Gunnar Magnússon þjálfara Hauka og fyrirliðaparið hjá ÍBV Ester �?skarsdóttur og Magnús Stefánsson.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.