Róbert Sigurðarson til Drammen
Róbert Sigurðarson.
Róbert Sigurðarson hefur skrifað undir samning hjá norska úrvalsdeildarliðinu Drammen.
Fram kemur á facebook síðu ÍBV Handbolti að Róbert hefur verið einn albesti varnarmaður landsins undanfarin ár og verið algjör lykilmaður í varnarleik ÍBV. Hann gekk til liðs við ÍBV haustið 2017 á láni frá liði Akureyrar. Haustið 2019 voru svo gerð endanleg félagaskipti til ÍBV.
Róbert hefur á sínum tíma í ÍBV leikið afar vel og stimplað sig rækilega inn í Eyjasamfélagið.
Róbert mun ganga til liðs við Drammen að loknu yfirstandandi keppnistímabili og á því nóg eftir í hvíta búningnum!

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.