Skimun vegna kórónuveirunnar hófst á bílastæðinu við íþróttamiðstöðina í Vestmannaeyjum klukkan 10 í morgun og hefur verið nóg að gera. Rúmlega eitt þúsund manns hafa bókað sig í skimun í Vestmanneyjum á næstu þremur dögum. Þetta kemur fram í frétt á vef mbl.is.
Spurður út í þá sem hafa smitast segir Hjörtur að sumir fá létt einkenni og aðrir þyngri, eins og gengur og gerist. Einn Eyjamaður liggur á sjúkrahúsinu á Landspítalanum með staðfest COVID-smit. Hjörtur segir samstarfið hafa verið gott við Íslenska erfðagreiningu, sem útvegaði sýnatökupinna, hugbúnað, græjur og fleira. Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur útvegað starfsfólk og Vestmannaeyjabær skaffað aðstöðuna. Spurður hvort fleiri Eyjamenn geti bókað sig í skimun en þeir eitt þúsund sem þegar hafa gert það segir hann það vera óljóst eins og staðan er núna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst