�?rír voru í pottinnum um val á besta þjálfara ársins sem tilkynnt var þegar Íþróttamaður ársins var tilnefndur við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. �?ar áttu Eyjamenn verðugan fulltrúa, Heimi Hallgrímsson, þjálfara Íslenska landsliðsins í knattspyrnu sem náði frábærum árangri á árinu.
Heimir var þarna í hópi með þremur frábærum þjálfurunum, Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara Íslandsmeistaraliðs Stjörnunnar í knattspyrnu og Alfreð Gíslasyni, sem náð hefur glæsilegum árangri með þýska liðið Kiel í handbolta. Rúnar Páll hafði betur í baráttunni við Alfreð og Heimi.