Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í tvímenningi í snóker. Rúnar Gauti, sem er einn af stofnendum Pílu- og Snókerklúbbs Vestmannaeyja, lék í mótinu ásamt Þorra Jenssyni, sem er einmitt ríkjandi Íslandsmeistari í snóker.
Óhætt er að segja að úrslitaleikurinn hafi verið sannkallaður stórmeistaraslagur, því mótherjar þeirra voru þeir Sigurður Kristjánsson, stigameistari í snóker, og Hlynur Stefánsson, Íslandsmeistari í pool.
Athyglisvert er að þetta er annað sinn sem Rúnar Gauti fagnar Íslandsmeistaratitli í snóker, en hann varð Íslandsmeistari 21 árs og yngri árið 2021. Íslandsmótið í tvímenningi fór fram á Billiardbarnum í Reykjavík í dag, þar sem Rúnar Gauti og Þorri spiluðu af mikilli festu og unnu að lokum 3–0 sigur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst