Rúnar Gauti Íslandsmeistari í snóker
Hann og Þorri Jensson unnu Íslandsmótið í tvímenningi í dag
Thorri Runar02
Þorri Jensson og Rúnar Gauti Gunnarsson. Aðsend mynd.

Eyjamaðurinn Rúnar Gauti Gunnarsson varð í dag Íslandsmeistari í tvímenningi í snóker. Rúnar Gauti, sem er einn af stofnendum Pílu- og Snókerklúbbs Vestmannaeyja, lék í mótinu ásamt Þorra Jenssyni, sem er einmitt ríkjandi Íslandsmeistari í snóker.

Óhætt er að segja að úrslitaleikurinn hafi verið sannkallaður stórmeistaraslagur, því mótherjar þeirra voru þeir Sigurður Kristjánsson, stigameistari í snóker, og Hlynur Stefánsson, Íslandsmeistari í pool.

Athyglisvert er að þetta er annað sinn sem Rúnar Gauti fagnar Íslandsmeistaratitli í snóker, en hann varð Íslandsmeistari 21 árs og yngri árið 2021. Íslandsmótið í tvímenningi fór fram á Billiardbarnum í Reykjavík í dag, þar sem Rúnar Gauti og Þorri spiluðu af mikilli festu og unnu að lokum 3–0 sigur.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.