Annar leikur ÍBV og FH í undanúrslitum handbolta karla í Vestmannaeyjum í dag hlýtur að fara í sögubækurnar. Slíkur var viðsnúningurinn. Eftir jafnar upphafsmínútur tók FH öll völd á vellinum og voru 11:16 yfir í hálfleik. Ekki var staðan björguleg fyrir Eyjamenn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, 12:20 fyrir gestina.
Átta marka munur. Þá gerðist undrið, Eyjamenn komust í gírinn og náðu að jafna 27:27 á ævintýralegan hátt og knýja fram framlengingu. Þar var eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍBV sem vann leikinn 31:29. Eyjamenn eru í þægilegri stöðu, með tvö sigra en liðin mætast í þriðja leiknum á þriðjudaginn.
Petar Jokanovic fór á kostum í markinu, varði 22 skot og Rúnar Kárason var ekki síðri, skoraði níu mörk. Kári Kristján Kristjánsson skoraði 6, Arnór Viðarsson 5 og Elmar Erlingsson 3.
Stuðningsfólk var áttundi maður ÍBV í leiknum í dag eins og svo oft áður.
Mynd Sigfús Gunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst