Sætur og sögulegur sigur

Annar leikur ÍBV og FH í undanúrslitum handbolta karla í Vestmannaeyjum í dag hlýtur að fara í sögubækurnar. Slíkur var viðsnúningurinn. Eftir jafnar upphafsmínútur tók FH öll völd á vellinum og voru 11:16 yfir í hálfleik. Ekki var staðan björguleg fyrir Eyjamenn þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, 12:20 fyrir gestina.

Átta marka munur. Þá gerðist undrið, Eyjamenn komust í gírinn og náðu að jafna 27:27 á ævintýralegan hátt og knýja fram framlengingu. Þar var eftirleikurinn auðveldur fyrir ÍBV sem vann leikinn 31:29. Eyjamenn eru í þægilegri stöðu, með tvö sigra en liðin mætast í þriðja leiknum á þriðjudaginn.

Pet­ar Jokanovic fór á kostum í markinu, varði 22 skot og Rún­ar Kára­son var ekki síðri, skoraði níu mörk. Kári Kristján Kristjánsson skoraði 6, Arnór Viðarsson 5 og Elmar Erlingsson 3.

Stuðningsfólk var áttundi maður ÍBV í leiknum í dag eins og svo oft áður.

Mynd Sigfús Gunnar.

Nýjustu fréttir

Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.