Sætur sigur á Íslandsmeisturunum

Eyjamenn náðu í sín fyrstu stig í Bestu deildinni þegar þeir lögðu Breiðablik á heimavelli í dag, 2:1. Í fyrstu þremur umferðunum mætti ÍBV liðum sem spáð er efstu sætum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta á móti Val á útivelli 2:1. Þrátt fyrir tapið átti ÍBV í fullu tré á móti Val en sama var ekki hægt að segja um leikinn á móti KA á Akureyri sem Eyjamenn töpuðu 3:0.

Sigurinn í dag gefur Eyjamönnum vind í seglin en þeir mæta Keflavík á útivelli næsta laugardag. Auðvitað var sárt að tapa á móti Val en eftir þrjár umferðir í ár er ÍBV með jafnmörg stig og eftir tólf í fyrra.

Mörk ÍBV: Halldór og Eiður Aron.

Mynd Sigfús Gunnar:

Sigurmarkinu fagnað.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.