Eyjamenn náðu í sín fyrstu stig í Bestu deildinni þegar þeir lögðu Breiðablik á heimavelli í dag, 2:1. Í fyrstu þremur umferðunum mætti ÍBV liðum sem spáð er efstu sætum í deildinni. Töpuðu þeim fyrsta á móti Val á útivelli 2:1. Þrátt fyrir tapið átti ÍBV í fullu tré á móti Val en sama var ekki hægt að segja um leikinn á móti KA á Akureyri sem Eyjamenn töpuðu 3:0.
Sigurinn í dag gefur Eyjamönnum vind í seglin en þeir mæta Keflavík á útivelli næsta laugardag. Auðvitað var sárt að tapa á móti Val en eftir þrjár umferðir í ár er ÍBV með jafnmörg stig og eftir tólf í fyrra.
Mörk ÍBV: Halldór og Eiður Aron.
Mynd Sigfús Gunnar:
Sigurmarkinu fagnað.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst