Safnahelgi - Dagskrá laugardagur - Breyting

 Laugardagur 4. nóvember 

11:15 Bókasafnið: Einar Áskell 50 ára – farandsýning opnuð í samstarfi við sænska sendiráðið. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa valin sýnishorn. 

Breyting – 11:40 Einarsstofa: Leikfélag Vestmannaeyja kynnir barnaleikritið Gosa  kl. 11:40 í Safnahúsinu en ekki kl. 12 eins og áður var auglýst. Af óviðráðanlegum orsökum varð að gera þessa breytingu og vonum við að hún komi ekki að sök enda þótt fyrirvarinn sé skammur.

13:00 Einarsstofa: Bókakynning. Eftirtaldir rithöfundar lesa úr nýútkomnum bókum sínum: Eva Björg Ægisdóttir, Heim fyrir myrkur; Nanna Rögnvaldardóttir, Valskan og Vilborg Davíðsdóttir, Land næturinnar 

14:00 Einarsstofa: Sýning í tilefni af aldarminningu Gísla J. Ástþórssonar, skapara Siggu Viggu. Stefán Pálsson fjallar um listamanninn. Ástþór Gíslason og Sunna Ástþórsdóttir opna sýninguna. 

Hér má sjá umfjöllun um myndlistarsýningu Gísla J. Ástþórssonar sem haldin var í Kópavogi. 

Aðrir viðburðir og opnunartímar: 

  • Hvíta húsið við Strandveg: Lista- og menningarfélagið verður með opið hús fimmtudag – laugardags kl. 13:00-15:00. 
  • Gestastofa Sealife Trust: Opið fimmtudag – sunnudags kl. 12:00-16:00. Frumflutningur á tónverki eftir Birgi Nielsen. Í verki sínu notar hann ýmis náttúruhljóð og skipa hvalahljóð þar stóran sess. Ný og breytt sýning á munum frá gamla Náttúrugripasafninu. Bingó fyrir börnin. 
  • Eldheimar: Opið daglega kl. 13:00-16:30. Síðustu sýningardagar magnaðrar sýningar Huldu Hákon, Jóns Óskars og Heiðu, sem opnuð var á goslokahátíðinni.  
  • Einarsstofa: Opið mánudag – föstudags kl. 10:00-17:00 og laugardag – sunnudags kl. 11:00-15:00. 
  • Bókasafnið: Opið laugardag kl. 12:00-15:00. 
  • Sagnheimar: Opið laugardag kl. 12:00-15:00. 
  • Heimaklettur í nýju ljósi: Kveikt á ljósaverkinu kl. 20:00-24:00 bæði föstudag og laugardag. Á sama tíma er tónverk Júníusar Meyvants aðgengilegt á fm 104.7. 

Myndlistasýningar:

Rithöfundar:

 

 

 

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.