Í dag klukkan 13.30 hefst dagskrá Safnahelgar sem stendur fram á sunnudag. �?á verður í Safnahúsi sýnt úr ótrúlegu myndasafni Gísla J. Johnsen sem nýverið var fært Safnahúsi að gjöf. Ljósmyndirnar verða sýndar á vikulegum Ljósmyndadegi. Í kvöld klukkan 20.00 líka í Safnahúsi kynnir Ármann Reynisson kynnir nýjustu vinjettuna sína, þá sextándu í röðinni. Ármann fær einvala lið til að lesa úr bókinni.
Nýverið komu afkomendur eins hins merkasta sonar Eyjanna, Gísla J. Johnsen (1881-1965), færandi hendi í Safnahús með ýmiss konar persónuleg handrit og annað er tengist lífi og starfi athafnamannsins. Gísli var sæmdur nafnbótinni heiðursborgari Vestmannaeyja 1957. Meðal þess sem var afhent var fágæta ljósmyndasafn Gísla �?? líklega elsta safn mynda af Vestmannaeyjum úr einkaeigu. �??Við leyfum okkur að þjófstarta Safnahelginni með því að sýna valdar myndir úr safni Gísla á hefðbundnum Ljósmyndadegi Safnahúss á fimmtudeginum 3. nóvember kl. 13:30-15:30,�?? segir Kári Bjarnason, forstöðumaður Safnahúss.
Ármann Reynisson þekkja margir Eyjamenn og koma nokkrir þeirra við sögu í nýju Vinjettubókinni hans sem er sú sextánda í röðinni. Í kvöld verður dagskrá á Bókasafninu helguð Ármanni og lesnar sögur sem tengjast Vestmannaeyjum.