Sagnheimar fengu tæpar fjórar milljónir úr aukaúthlutun úr safnasjóði

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að fenginni umsögn safnaráðs úthlutað úr flýttri aukaúthlutun safnasjóðs 2020. Að þessu sinni er aukaúthlutun safnasjóðs u.þ.b. hálfu ári fyrr á ferðinni en venjulega, enda er brýn þörf hjá söfnum vegna áhrifa COVID-19 faraldursins.

Bárust alls 37 umsóknir að heildarupphæð 61.195.000 kr. Allar umsóknir hljóta styrk og er heildarstyrkveiting 40.124.000 kr.

Sagnheimar fengu alls fjóra styrki. Sagnheimar Byggðasafn fengu styrk til varðveislu fyrir verkefnið Bærinn minn 1.200.000 kr. og þá fékk Byggðasafnið einnig 800.000 krónur til eflingar á grunnstarfsemi og lagfæringar í munageymslu. Sagnheimar Náttúrugripasafn fékk 900.000 krónur til skráningar fyrir stafræn miðlun og 1.000.000 króna til varðveislu muna og munaverndar.

Flýtt aukaúthlutun var með öðru sniði en venjulega, en styrkur var veittur til eflingar á faglegu starfi safnanna og verður að nýta styrkupphæðina á árinu 2020.
Í aukaúthlutun safnasjóðs geta eingöngu viðurkennd söfn hlotið styrk, ekki er tekið á móti umsóknum frá öðrum aðilum, er þeim bent á aðalúthlutun safnasjóðs.

 

 

Nýjustu fréttir

Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.