Samgöngur og heilbrigðismál brenna á Eyjamönnum
Milli 70 og 80 voru á almennum stjórnmálafundi á Kaffi Kró í hádeginu þar sem alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson og varaþingmaðurinn Geir Jón �?órisson ræddu stjórnmálaviðhorfin, samgöngu- og heilbrigðismál svo fátt eitt sé nefnt.
Ásmundur og Geir Jón fóru yfir stöðu mála í samgöngum og heilbrigðismálum sem er allt annað en góð. Ásmundur sagði um Landeyjahöfn að taka yrði tillit til skoðana þeirra sem hefðu reynslu af sjómennsku. �?að hefði ekki verið gert og þeir sem hefðu komið að hönnun og gerð hafnarinnar viðurkenni mistök. Hann sagði að unnið væri að því að koma skikk á heilbrigðismál í Vestmannaeyjum. Margt væri í pípunum en allt tæki þetta tíma og ljóst sé að aldrei verði boðið upp á alla sjúkraþjónustu við stofnunina hér. Einnig sagði hann að ófært sé að ekki sé hægt að fæða börn í Vestmannaeyjum.
Geir Jón var á sömu nótum og í fyrirspurnum á eftir voru þetta málin sem brunnu á fundargestum. Ásmundur sagðist engu geta lofað en að þingmenn Suðurkjördæmis stæðu saman í að því að vinna þessum málum framgang.
Fundurinn var fjörlegur og mæting með því mesta sem gerist á pólitískum fundum í Vestmannaeyjum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.