Milli 70 og 80 voru á almennum stjórnmálafundi á Kaffi Kró í hádeginu þar sem alþingismaðurinn Ásmundur Friðriksson og varaþingmaðurinn Geir Jón �?órisson ræddu stjórnmálaviðhorfin, samgöngu- og heilbrigðismál svo fátt eitt sé nefnt.
Ásmundur og Geir Jón fóru yfir stöðu mála í samgöngum og heilbrigðismálum sem er allt annað en góð. Ásmundur sagði um Landeyjahöfn að taka yrði tillit til skoðana þeirra sem hefðu reynslu af sjómennsku. �?að hefði ekki verið gert og þeir sem hefðu komið að hönnun og gerð hafnarinnar viðurkenni mistök. Hann sagði að unnið væri að því að koma skikk á heilbrigðismál í Vestmannaeyjum. Margt væri í pípunum en allt tæki þetta tíma og ljóst sé að aldrei verði boðið upp á alla sjúkraþjónustu við stofnunina hér. Einnig sagði hann að ófært sé að ekki sé hægt að fæða börn í Vestmannaeyjum.
Geir Jón var á sömu nótum og í fyrirspurnum á eftir voru þetta málin sem brunnu á fundargestum. Ásmundur sagðist engu geta lofað en að þingmenn Suðurkjördæmis stæðu saman í að því að vinna þessum málum framgang.
Fundurinn var fjörlegur og mæting með því mesta sem gerist á pólitískum fundum í Vestmannaeyjum.