Knattspyrnuráð karla ÍBV og Sead Gavranovic hafa komist að samkomulagi um riftun á samningi hans við félagið en leikmaðurinn kom frá danska félaginu Jammerbugt í upphafi tímabilsins.
Knattspyrnuráð karla ÍBV óskar leikmanninum velfarnaðar í framtíðinni
Gavranovic kom til ÍBV í upphafi tímabilsins og hefur aðeins leikið einn leik í deildinni þegar hann kom inn á sem varamaður og bikarleikinn gegn Létti. Gavranovic kom frá danska liðinu Jammerbugt. Hann er 24 ára framherji sem skoraði 8 mörk á síðasta tímabili og sendi 10 stoðsendingar í 23 leikjum.