Samstaða

Að alast upp í Vestmannaeyjum er ekki sjálfsagður hlutur. Ég tel mikinn sannleik fólginn í orðatiltækinu að vita ekki hvað átt hefur fyrr en misst hefur þar sem ég áttaði mig ekki á því hversu dýrmætt það er að alast upp, búa og starfa í eins þéttu og kröftugu samfélagi og Vestmannaeyjum fyrr en ég flutti til Reykjavíkur til þess að sækja mér menntun og á þeim tíma leitaði hugurinn mikið heim. Ég lét þó ekki staðar numið þar og elti manninn minn til Ítalíu þar sem hann starfaði í eitt ár og áttaði mig á því að þrátt fyrir blíðskaparveður allan ársins hring, fallegt umhverfi og skóbúð á hverju horni að heima er best. Ég var svo heppinn að atvinna mannsins míns gerir honum kleift að búa hvar sem honum þóknast í heiminum og fyrir rúmum áratug tókst mér að selja honum þá hugmynd að við myndum hvergi hafa það betra en í Vestmannaeyjum.

Að mínu mati hefur þó aðeins fallið á ljóma eyjanna síðustu ár. Hljóðið í fólki er þyngra og skal þar engan undra vegna hrakninga síðstu ára en það sem verra er að samstaðan sem við eyjamenn erum þekktir fyrir hefur dvínað. Það er mikilvægt að við komum fram sem ein heild út á við og stöndum sameinuð frammi fyrir þeim stóru áskorunum sem framundan eru. Þannig verður röddin skýrari, skarpari og líkegri til árangurs. Þrátt fyrir að mörgu góðu hafi verið áorkað síðustu ár er að sama skapi margt sem betur má fara. Framundan eru spennandi og krefjandi tímar þar sem halda þarf vel á spöðunum og sækja fram þar sem sóknarfæri skapast en á sama tíma þarf að standa vörð um það sem þegar hefur verið áorkað. Þátttaka er forsenda þess að geta haft áhrif og því hef ákveðið að bjóða mig fram í 3.-5. sæti á lista Sjálfstæðiflokksins í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarskosningum.

Stöndum saman!
Með vinsemd og virðingu,
Sæunn Magnúsdóttir.

Nýjustu fréttir

Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.