SASS ferð til Danmerkur frestað vegna kórónuveirunnar

Heimsókn sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur sem fyrirhugð var 9. – 12. mars hefur verið frestað. Þetta staðfesti Bjarni Guðmundsson framkvæmdastjóri samtaka sunnlenskra sveitarfélaga við Eyjafréttir.

“Já, henni hefur verið frestað. Sökum útbreiðslu COVID-19-kórónuveirunnar, þróunarinnar sem átt hefur sér stað síðustu daga og óvissunnar í tengslum við hana telur stjórn SASS ábyrgast að fresta kynnisferð sveitarstjórnarmanna af Suðurlandi til Danmerkur.”

Til stóð að þrír fulltrúar frá Vestmannaeyjabæ færu með í þessa ferð.

Ákveðið hefur verið að fresta ferðinni fram á haust og að hún verði farin 21. – 24. september n.k. Hjá SASS er ekki fyrirhugaðar fleiri aðgerðir eða breytingar en samtökin líkt og aðrir meta stöðuna frá degi til dags.

 

Nýjustu fréttir

Beðið með eftirvæntingu eftir loðnuráðgjöf
KR-ingur á láni til ÍBV
Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.