„Við erum í þeirri erfiðu stöðu að við erum með 35 lundapysjur sem ekki náðu því að verða vatnsheldar nægilega snemma til að hægt væri að sleppa þeim lausum í haust. Hvorki höfnin eða Vestmannaeyjabær sjá sér fært að aðstoða okkur með þetta yfir veturinn og því leitum við til sjálfboðaliða til að aðstoða okkur,“ sagði Audrey Padgett framkvæmdastjóri Sea Life Trust. Hún segist vera að leita að fólki sem er tilbúið að aðstoða við þrif, skráningu og fóðrun fuglanna.
„Við erum þegar með nokkra góða sjálfboðaliða sem sjá um þrjá daga vikunnar en okkur vantar fólk á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Um er að ræða 2-4 tíma í senn hvern dag sem best væri að klára að morgni en einnig er möguleiki að sinna þessu milli 14:00 og 16:00. Við þurfum líklega á hjálp að halda fram í maí allt þar til lundinn sest upp í vor,“ sagði Audrey. Hún hvatti alla áhugasama til að hafa samband öll hjálp væri vel þegin, hvort sem um væri að ræða til lengri eða skemmri tíma. Hægt er að hafa samband í síma: 6202724, í gegnum tölvupóst belugas@sealifetrust.com. eða á facebook síðu Sea Life Trust.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.