Seinkun verður á komu Herjólfs til Eyja frá �?orlákshöfn í dag. Skipið lagði af stað úr �??Höfninni” klukkan rúmlega 14.00 og gengur ferðin hægt vegna veðurs. �?egar þetta er skrifað er vindhraðinn á siglingaleið skipsins yfir 30 metrar og Herjólfur sigldi á 5 sjómílna ferð. Miðað við þann siglingahraða ætti skipið að koma til Eyja í kvöld. �?lduhæðin við Landeyjahöfn er um 4 metrar og við Surtsey og Grindavík er ölduhæðin um 6 metrar, sem eru viðmiðunaröldudufl fyrir siglingaleið Herjólfs.
Eyjafréttir eru meðal varnings um borð í Herjólfi, það er því ljóst að seinkun verður á útkomu blaðsins þessa vikuna og fer það því ekki í dreifingu fyrr en á morgun, fimmtudag. – Við Kára og �?gi verður ekki ráðið. – Eyjafréttir eru stútfullar af skemmtilegi efni eins og venjulega og þeir áskrifendur sem einnig hafa netáskrift að blaðinu geta hinsvegar lesið það á netinu sér til ánægju – nú þegar.