Selt fimm til sex hundruð fleiri miða
18 dagar eru til stefnu. Ljósmynd: Addi í London

Það eru stór tímamót í ár þar sem 150 ár eru liðin frá því að fyrsta Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var haldin árið 1874. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október og nú er hafin vinna í dalnum á fullu og nóg að gera fyrir þá sem að henni koma.

„Við höfum selt fimm til sex hundruð fleiri miða en á sama tíma í fyrra. Við yrðum gríðarlega ánægð ef við myndum fá um það bil 15 þúsund gesti “ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar.

Dagskráin lengd

Dagskráin hefur verið lengd og byrjar nú 20:30 í staðinn fyrir 21:00. Það gefur rými til að bæta við sex til sjö atriðum á hátíðinni. Enn er verið að ráða skemmtikrafta en meðal þeirra sem staðfestir hafa verið eru Bubbi, Stuðmenn, GusGus, Helgi Björns, FM95BLÖ, Prettyboitjokkó, GDRN, Flóni og ClubDub.

Þjóðhátíð verður með dagskrá niður í bæ í samstarfi við Nova sem verður frá 14:30-17:30 á bílaplani Ísfélagsins við Miðstræti. Á barnadagskránni verða Hálandaleikar og Krakkaþraut í umsjón Hjalta Úrsus.

Bekkjarbíll á ný

Í tilefni afmælisins verður einn bekkjarbíll á ferðinni sem fer nokkrar ferðir á ákveðnum tíma dags. „Það er meira gert fyrir gömlu hefðina. Við ætlum einnig að enduvekja búningakeppnina með veglegum verðlaunum fyrir yngri og eldri. Vonandi sjáum við sem flesta í búningum í dalnum.“
„Við sem störfum í þjóðhátíðarnefndinni erum full tilhlökkunar um að þetta verði glæsileg hátíð og trúum því að allir munu skemmta sér vel, bæði ungir sem aldnir. Dagskráin er glæsileg og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Hlökkum til að sjá ykkur í dalnum“ segir Jónas Guðbjörn að endingu.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.