Setjumst að sumbli
6. júlí, 2018
Tónlistarkonan Bara Heiða

Þeir eru ófáir sem eiga góðar minningar frá Þjóðhátíð í Herjólfsdal. Þau eru einnig orðin ansi mörg lögin sem samin hafa verið um þessa einstöku hátíð. Á hverju ári er samið sérstak lag hátíðarinnar það árið. Í ár var það í höndum bræðranna Friðriks Dórs og Jóns Jónssona. Sáu þeir meira að segja þörf hjá sér til þess að senda frá sér tvö lög. Undanfarin ár hafa margir listamenn fundið þessa þörf hjá sér til þess að semja um og senda frá sér lag um Þjóðhátíð. Eitt slíkt fengum við sent á Eyjafréttir hér í morgun. En það er listakona sem kallar sig Bara Heiða sem sendir frá sér lagið Setjumst að sumbli. Þar vísar hún í fyrsta Þjóðhátíðarlagið frá árinu 1933.

Tónlistarkonan Bara Heiða

„Lagið varð til fyrir mörgum árum þegar ég og vinkona mín María Sólveig Gunnarsdóttir vorum að vaka alla sumarnóttina til að fara í sólbað morguninn eftir. Við stofnuðum band sem hét The dirty g-string band eða Skítugar strengjanærbuxur á íslensku,“ sagði Heiða Dóra Jónsdóttir um tilurð lagsins. „Á þessum tíma var Sunna Dóra vinkona okkar Mountain Dew stúlkan og var búin að fylla ísskápinn hjá mér af þeim góða drykk. Lagið hefur líklega verið undir þónokkrum áhrifum svefngalsa og koffeindrykkju þegar það fæddist undir morgun. Ég endurskrifaði það svo í garðinum hjá Hildi frænku minni sem býr í Vestmanneyjummeð fallegu útsýni yfir Heimaklett fyrir örfáum árum síðan.“

Lagið er bráðskemmtilegt og grípandi og er hægt að hlusta á það í spilaranum hér að ofan. Ef þú spilar á hljóðfæri geturðu meira að segja spilað með því hljómarnir fylgja í myndbandinu.

Endilega sendið á okkur Þjóðhátíðarlagið ykkar á frettir@eyjafrettiris.kinsta.cloud, því fleiri sem Eyjalögin eru því betra.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.