Setning Þjóðhátíðar fór fram hefðinni samkvæmt í gær og var góð mæting á hana. Unnar Hólm Ólafsson formaður ÍBV íþróttafélags setti hátíðina, Arnar Sigurmundsson hélt hátíðarræðu, Hjördís Traustadóttir sæmdi Birgi Guðjónssyni, fyrrum formanni Þjóðhátíðarnefndar, Gullmerki ÍBV, sem er hæsta viðurkenning innan félagsins. Þá hélt sr. Guðmundur Örn Jónsson heldur óhefbundna en bráðskemmtilega predikun þar sem hann kom inná mannvirkjadeiluna miklu milli vitans og viftunnar.
Að loknu kaffihlé fór fram barnaskemmtun þar sem fram komu Skoppa og Skrítla og MC Gauti.
Óskar Pétur var að sjálfsögðu á staðnum og myndaði herlegheitin.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst