Vestmannaeyjahlaup verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 4. september. Eins og á síðasta ári verður boðið upp á 5 km og 10 km. Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 13:00. Sameiginleg upphitun hefst kl. 12:35. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 3. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni.
Eitt þátttökugjald er í hlaupið, óháð vegalengd, 3.000 kr. Hlauparar fæddir 2006 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt í hlaupið. Verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna og karlaflokki í 5 og 10 km. Sú nýung verður í ár að keppt er einnig í aldursflokkum. 15 ára og yngri, 16-20 ára á árinu, 21-30 ára, 31-40, 41-50, 51-60, 61-70 og 71 ára og eldri. Fyrsti einstaklingur í kvenna og karlaflokki fær verðlaun.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst