Sigldi 310 daga í Landeyjahöfn
Af þessum 310 dögum voru 26 þar sem ferjan sigldi einnig til Þorlákshafnar og 12 dagar þar sem yfir helmingur ferða var felldur niður
14. ágúst, 2025
landeyjah_her_nyr
Herjólfur siglir inn Landeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: Tryggvi Már

Samspil nokkurra þátta hafa áhrif á það hvort Herjólfur geti siglt til Landeyjahafnar. Hæð kenniöldu, ölduhæð, vindhraði og dýpi í hafnarmynni geta valdið því að fella þarf niður ferð eða sigla þarf til Þorlákshafnar. Hafnadeild Vegagerðarinnar hefur tekið saman gögn til að greina hvaða þættir hafa áhrif á svokallaðar frátafir eða truflun á siglingum Herjólfs. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar.

Þar segir jafnframt að Herjólfur hafi siglt til Landeyjahafnar heilan dag, eða hluta úr degi, alls 310 daga eða um 85% á tímabilinu 1. apríl 2024 til 31. mars 2025. (Hluti úr degi er skilgreindur sem færri en fjórar ferðir til Landeyjahafnar). Af þessum 310 dögum voru 26 þar sem ferjan sigldi einnig til Þorlákshafnar og 12 dagar þar sem yfir helmingur ferða var felldur niður.

Til samanburðar sigldi Herjólfur til Landeyjahafnar heilan dag eða hluta úr degi 82.4% af tímanum á árunum 2019-2024. Á þeim árum eru 18 dagar þar sem allar ferðir voru felldar niður vegna veðurs, að meðaltali 3,6 dagar á vetri. Til samanburðar voru allar ferðir felldar niður í fjóra daga vegna veðurs yfir veturinn 2024 – 2025, þann 25. desember 2024, 5. og 6. febrúar 2025 og 2. mars 2025.

Töluverður munur getur verið á frátöfum Herjólfs milli ára. Veturinn 2023 til 2024 sigldi Herjólfur til dæmis aðeins um 80 prósent tímabilsins til Landeyjahafnar.


Siglingar Herjólfs skipti upp eftir höfnum

2024-2025 2019-2024
Fjöldi daga Hlutfall Fjöldi daga Hlutfall
Landeyjahöfn 272 74,5% 1206 70,5%
Landeyjahöfn (1/2 dagur) 12 3,3% 75 4,4%
Landeyja- og Þorláks- 26 7,1% 129 7,5%
Þorlákshöfn 40 11,0% 240 14,0%
Þorlákshöfn (1/2 dagur) 11 3,0% 41 2,4%
Engar ferðir (Veður) 4 1,1% 18 1,1%
Engar ferðir (Verkfall)     2 0,1%

Til að greina ástæður frátafa skoðaði hafnadeildin gögn um kenniöldu og ölduhæð frá ölduduflum. Einnig var skoðaður vindhraði og dýpi í hafnarmynni.

Ef skoðaðar eru mælingar frá dögunum sem allar ferðir Herjólfs voru felldar niður (tafla 2) má sjá að meðalölduhæð þá daga var yfir 4,5 m með hæstu öldu yfir 5 metrum. Meðal vindhraði var 14 m/s eða meiri. Í töflunni má sjá dýptarmælingar dagana fyrir eða eftir viðburðinn en ekki eru til dýptarmælingar frá þeim dögum sem ekki var siglt í höfnina.


Aðstæður þá daga sem ekki var siglt

Dags 25.12.2024 5.2.2025 6.2.2025 2.3.2025
Hæsta kennialda [m] 5,2 7,2 12,0 5,1
Meðaltal kenniöldu [m] 4,5 4,8 6,7 4,5
Mesti vindhraði [m/s] 21 26 24 19
 Meðaltal vindmæling[m/s] 16,4 17,1 16,2 13,9
Dýpi [m] 4,0 5,7 5,7 3,0

 

Á tímabilinu sem hér er fjallað um sigldi Herjólfur alls 77 daga til Þorlákshafnar heilan dag eða hluta úr degi. Þar af voru 11 dagar þar sem ferjan sigldi aðeins eina ferð til Þorlákshafnar (hálfur dagur). Á þeim dögum var aldan á bilinu 3,6 til 6,3 m og vindhraðinn á bilinu 15 til 22 m/s.

Í töflu 3 eru teknar saman ástæður frátafa. Gerður er munur á ástæðu og mögulegri ástæðu. Alda getur talist til „mögulegrar ástæðu“ frátafar á þeim dögum þar sem meðalölduhæð er á bilinu 2,5 -3 m, en þegar meðalaldan er hærri en 3 m er hún talin til „ástæðu“ frátafar. Að sama skapi er meðalvindhaði á bilinu 13-16 m/s talinn möguleg ástæða frátafar en yfir 16 m/s er vindhraðinn talinn til ástæðu frátafar. Dýpi á bilinu 4 – 5 m er talið möguleg ástæða frátafar, allt grynnra en 4 m er talið til ástæðu frátafar.


Fjöldi daga þar sem ákveðnir þættir teljast til ástæðu frátafar

  Alda Vindur Alda & Vindur Alda &/eða vindur Dýpi Veður og Dýpi
Fjöldi daga 38 0 0 38 26 15
Hlutfall af frátöfum 49,4% 0% 0% 49,4% 33,8% 19,5%

 

Á töflu 3 má sjá að af þeim 77 frátafardögum á tímabilinu voru 38 dagar þar sem meðalaldan var hærri en 3 m. Þá voru 26 dagar þar sem dýpi þótti ábótavant, en af þeim voru 15 þar sem veðurskilyrðin töldust einnig til ástæðu frátafar. Þá eru eftir 11 dagar þar sem einöngu dýpi telst til ástæðu frátafar, en af þeim eru 5 dagar þar sem veðurskilyrði teljast einnig til mögulegrar ástæðu frátafar og má því álykta að samspil veðurs og dýpis hafi haft áhrif á val á áfangastað þá dagana.

Ofangreindar niðurstöður útskýra frátafir Herjólfs í 49 af 77 tilvikum þar sem skipið sigldi til Þorlákshafnar á síðastliðnu tímabili. Þegar bætt er við dögum þar sem alda, vindur og dýpi geta talist til mögulegra ástæðna frátafar fást útskýringar á 74 tilvikum eins og sjá má í töflu 4.


Fjöldi daga þar sem ákveðnir þættir teljast sem ástæða og/eða möguleg ástæða frátafar

  Alda Vindur Alda & Vindur Alda &/eða vindur Dýpi Veður og Dýpi
Fjöldi daga 65 32 30 67 62 55
Hlutfall af frátöfum 84.4% 41.6% 39.0% 87.0% 80.5% 71.4%

 

Þrír dagar falla ekki undir þá flokka sem fjallað hefur verið um hér að ofan. Alla þá daga var siglt til Landeyjahafnar hluta úr degi. Tvo af þessum þremur dögum var hæsta alda  tæpir 3 m og þriðja daginn var slæmt veður deginum áður, segir í samantekt Vegagerðarinnar.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.