Siglt til Þorlákshafnar síðdegis
Herjólfur_2023_ÓPF_DSC_1763
Herjólfur. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinnipartinn í dag þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 20:45.

Hvað varðar siglingar fyrir morgundaginn verður gefin út tilkynning fyrir kl. 07:00 í fyrramálið.  Ef Herjólfur siglir til Þorlákshafnar er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:00 og frá Þorlákshöfn kl. 11:30. Ef Herjólfur siglir til Landeyjahafnar er brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:45, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Dýpkun ekki gengið nógu vel

Dýpi í Landeyjahöfn var mælt 2. janúar og er dýpið um 3 metrar eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan. Eins og staðan er núna, er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema á háflóði og kemur til með að vera siglt þangað ef möguleiki er á. Dýpkun hefur ekki gengið nógu vel sl. daga og er dýpið í Landeyjahöfn því svipað og þegar mælt var síðast 24.desember.

Varðandi siglingar næstu þrjá daga er flóðastaða hagstæðust í kringlum hádegi. Ekki er þó unnt að gefa út siglingaáætlun fyrr en nær dregur að svo stöddu. Frekari upplýsingar um það seinnipartinn á morgun 4.janúar, segir að endingu í tilkynningunni.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.