Herjólfur mun í næstu viku sigla til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu en í henni kemur fram að vísbendingar séu um að dýpi í hafnarmynninu hafi minnkað vegna óveðurs undanfarna daga og öldugangs við Landeyjahöfn, þannig að Herjólfur getur ekki siglt þangað inn.