Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi.

Lokaráshóp morgundagsins mynda því Sigurbergur Sveinsson, Andri Erlingsson og Karl Haraldsson en líklegt verður að teljast að nýtt nafn verði ritað á bikarinn í ár þar sem enginn þeirra hefur hampað titlinum.

Sömu sögu má segja í meistaraflokki kvenna en Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur þar afgerandi forystu yfir fimmtalda klúbbmeistarann Katrínu Harðardóttir. Allt getur þó gerst í golfinu og verður spennandi að fylgjast með gangi mála á morgun.

Hægt er að fylgjast með stöðu mótsins í beinni hér.

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/3774353/leaderboard

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.