Sigurður Bragason hefur skrifað undir samning og kemur inn í þjálfarateymi meistaraflokks karla í handbolta. Sigurður verður þar með aðstoðarmaður Erlings Birgis Richardssonar sem tók í sumar við liðinu af Magnúsi Stefánssyni en Magnús leysti Sigurð af sem þjálfari kvennaliðsins.
Á facebook síðu ÍBV kemur fram að: “Sigurður sé vel að sér í handboltaheiminum og kemur með dýrmæta reynslu inn í teymið. Hann á langan feril með liðinu sem leikmaður og í þjálfarastöðu, þekktur fyrir sitt vinnulag, metnað og ástríðu fyrir íþróttinni. Við hlökkum mikið til samstarfsins og erum sannfærð um að Sigurður muni styrkja teymið okkar vel í komandi átökum”.
Sigurður var áður í þjálfarateymi karlaliðs ÍBV frá 2015 til 2018 en vorið 2018 vann ÍBV alla titla sem voru í boði. Sigurður er einnig einn af leikjahæstu leikmönnum félagsins.
Fyrsti leikur ÍBV í Olísdeild karla er gegn HK föstudaginn 5. september. Leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst