„Nýtt starfsfólk hefur komið inn í okkar öfluga starfsmannahóp í Barnaskólanum. Amalía Petra verður í hópi tungumálakennara á unglingastigi, Birgit Ósk Bjartmarz verður umsjónarkennari í 7. bekk, Guðríður Jónsdóttir verður umsjónarkennari í 8. bekk, Jóhanna Alfreðsdóttir verður kennari í stoðþjónustu skólans og svo mun Elínborg Eir fylgja verðandi 5. bekk yfir í Barnaskólann. Við bjóðum þessa kennara velkomna til starfa,“ sagði Einar Gunnarson, annar skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja þegar hann og Anna Rós Hallgrímsdóttir hinn skólastjórinn settu skólann á mánudaginn.
Fóru þau m.a. yfir breytingar á starfsfólki milli ára og sagði Einar viss tímamót vera í Barnaskólanum þegar hjarta skólans, eins og þau kalla Sigurlínu Sigurjónsdóttur skólaritari er að hætta eftir áratuga starf í skólanum.
„Mig langar að nota þetta tækifæri og þakka Sigurlínu innilega fyrir hennar störf í þágu skólans. Starfsfólk og nemendur munu sakna Línu en sem betur fer höfum við fengið öfluga konu til að taka við af henni. Hún Ingunn Arnórsdóttir hefur verið lærlingur hjá Línu undanfarna mánuði og tekur hún að fullu við starfi skólaritara frá og með þessu hausti.
Tveir skólaliðar hafa bæst í hópinn okkar en það eru þær Dagmar Pálsdóttir og Linne Malon. Þá tók Logi Garðar við sem umsjónarmaður skólahúsnæðis á nýliðnu vori. Við tökum vel á móti þessu starfsfólki!“ sagði Einar.
Minni breytingar eru á starfsmannahaldi í Hamarsskóla. „En við erum komin með nýjan bókavörð á skólasafnið, Anna Ester Óttarsdóttir hefur tekið við því starfi, við þekkjum hana af Víkinni en bjóðum hana velkomna í nýtt starf. María Rós Friðriksdóttir ákvað að koma aftur til okkar eftir smá hlé og bætist í stuðningsfulltrúahópinn okkar og Arna Björg íþróttakennari hefur einnig snúið til baka úr leyfi og fer á ný í íþróttakennsluna.
Svo bætast alltaf nýir nemendur í hópinn og þá er aldrei eins mikilvægt krakkar að taka vel á móti og styðja vel við þá, því það er alltaf áskorun að byrja á nýjum stað og kynnast nýju fólki,“ sagði Anna Rós.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.