Sískrifandi bæjarfulltrúar!
Bæjarstjórn Vestmannaeyja. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Víða um bæinn er hvíslað um það þessi misserin að bæjarbúar sakni þess að fá ekki langtímum saman upplýsingar frá bæjarfulltrúum.

Í síðustu kosningum var fulltrúum okkar fjölgað úr sjö í níu – en svo virðist vera að enginn þeirra sjái sig knúinn til að stinga niður penna. Upplýsa bæjarbúa um stöðu mála. Ekki verður séð betur en að af nægu sé að taka. Alveg sama þó að bæjarstjórnin sé að því er virðist samstíga í nær öllum málum, þá hafa bæjarfulltrúar málfrelsi.

Það mætti til að mynda svara einhverju þeim spurningum sem að þeim hefur verið beint. Það mætti líka segja okkur hvers vegna það þarf stígahönnuð af höfuðborgarsvæðinu til að hanna gönguleiðina uppá Heimaklett með tilheyrandi kostnaði. Það mætti líka segja okkur frá því af hverju var ekki farið í opið söluferli með Eygló og eins hvort eitthvað sé í samningnum sem að fjallar um verðlagningu til neytenda. Svo fátt eitt sé nefnt.

Þó hluti bæjarfulltrúa sé farinn að huga að framboði á öðrum vettvangi þurfa þeir að muna eftir að sinna því sem þeir eru kjörnir til í dag!

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.