Sjó breytt í fyrsta flokks drykkjarvatn

Vinnslustöðin festi í desember kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Fyrsta eingingin var gangsett á laugardaginn hjá Vinnslustöðinni. Gekk það að óskum og smakkaðist vatnið mjög vel. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór í ferlinu í tandurhreint vatn sem laust er með öllu við bakteríur, veirur og yfirleitt allt annað en sjálfa vatnssameindina H2O.

Hver einging afkastar um 600 tonnum á sólarhring eða alls um 1.800 tonnum ef allar gámar væru virkjaðir samtímis. Full afköst svara með öðrum til þess að fullnægja mestallri vatnsþörf heimila og fyrirtækja í Vestmannaeyjum. Dælurnar í gámunum eru rafdrifnar, nota tiltölulega lítinn straum og teljast því ekki dýrar í rekstri.

Willum Andersen, tæknilegur rekstrarstjóri Vinnslustöðvarinnar ræsti græjuna og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV tók fyrsta sopann. Smakkaðist vatnið vel að sögn Adda í London sem tók þessar myndir.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.