Ágúst Halldórsson, vélstjóri á Álsey VE hefur verið á sjó frá átján ára aldri, fyrst á sumrin með skóla en eftir að hann hafði lokið sveinsprófi í vélvirkjun fór sjómennskan í að vera á ársgrundvelli. Líkt og aðrir kollegar hans þá hefur Ágúst verið á ótalmörgum skipum í gegnum tíðina. �??�?g byrjaði sjómannsferilinn minn á Maríu Pétursdóttur en þar var ég heilt sumar, svo reri ég eitt sumar á Heimaey og síðan hef ég verið mikið um borð í Bylgju VE og �?órunni Sveins. Síðustu ár hef ég síðan verið á Álsey VE. �?g hef alltaf átt voðalega erfitt með að segja nei og hefur manni oft og tíðum verið sjanghæjað í hina og þessa báta þegar menn vita af mér í landi,�?? segir Ágúst sem hefur í raun ekki hugmynd um hversu margir bátarnir eru orðnir í dag. �??�?eir eru eitthvað á þriðja tug myndi ég halda með afleysingum.�??
Elti vinina í vélstjórann Langaði þig alltaf að verða vélstjóri? �??Nei, það var aldrei inni í myndinni. �?að var ekki fyrr en sumarið eftir að ég verð átján ára sem ég skrái mig af félagsfræðibraut og fer yfir á vélstjórnarbraut, aðallega vegna þessa að flest allir vinir mínir voru þar,�?? segir Ágúst. Aðspurður út í hvað heilli mest við sjómennskuna nefnir Ágúst veiðieðlið. �??�?g ímynda mér
sjómennskuna og áhöfnina eins og veiðihóp líkt og þá sem uppi voru fyrir tvö hundruð þúsund árum og fóru á loðfílaveiðar. �?að verða allir að vinna saman við að drepa loðfílinn til að komast aftur til fjölskyldunnar og fæða börn og konu,�?? segir Ágúst. Er almennt góður mórall á sjónum? �??Já já, það er hann almennt. Menn þola reyndar misjafnlega vel andlega að vera langan tíma frá
fjölskyldu og vinum. En almennt er hann góður,�?? segir Ágúst sem segir það ganga vel hjá sér að tvinna saman fjölskyldulífið og sjómennskuna. �??�?að gengur ágætlega, krakkarnir eru vanir þessu og svo er faðir konu minnar sjómaður svo hún þekkir þetta vel.�??
Flott ár
Hvernig finnst þér árið hafa verið hjá ykkur á Álsey? Stendur eitthvað upp úr? �??Árið er bara búið að vera flott. �?að er búið að fiskast vel og skipið búið að reynast vel. En það sem stendur upp úr á árinu er þegar stærsti hluti áhafnarinnar fór og hjálpaði til við að draga fé í dilka með tilheyrandi fjöri í Langanesbyggð,�?? segir Ágúst. Nú hefur verið mikið rætt um svokallaða uppboðsleið á kvóta, hvað finnst þér um hana? Ágúst segist lítið hafa pælt í henni. �??�?skuvinur minn, hann Magnús Sigurðsson segir að hún sé algjört rugl þannig ég verð bara að treysta honum.�??
Ekki góðir samningar Hver er þín tilfinning gagnvart kjarasamningi sjómanna sem nú liggur fyrir? �??Mér finnst þetta ekki vera neitt góðir samningar. Mér finnst að það megi alveg setja sjómennina í flokka. Sjómaður er ekki bara sjómaður. �?að er svo margt mismunandi í starfi okkar og úthöldum og svo er einnig samstaða stéttarfélaganna ömurleg. En satt best að segja skil ég ekki afhverju það þurfa alltaf að vera einhverjir karlar að semja fyrir okkur sjómenn sem eru búnir að vera svaka naglar í borðsalnum síðustu ár að kvarta og bölvast yfir verði og aðbúnaði. �?eir hafa oft enga reynslu af samningagerðum og eru það illa skrifandi að þeir eiga í erfiðleikum með að skrifa sitt eigið nafn án þess að ein til tvær stafsetningarvillur leynist í því,�?? segir Ágúst.
�?etta var vandræðalegt Í lokin féllst Ágúst á að segja eina skemmtilega sögu af sjónum.
�??�?að var einn félagi minn sem fékk mig til að leysa sig af einn karfatúr á Múlaberginu sem fyrsti vélstjóri. Eftir að búið var að koma aflanum niður úr síðasta holinu segja karlarnir við mig: �??Núna kveikjum við upp í sánanum og hendum okkur í sánann, kemur þú með Ágúst�??. �?g jánkaði því en ætlaði fyrst niður í vél að lensa lestina og ganga frá vaktinni. �?egar ég kem upp úr vélinni og fer að græja mig í sánann eru allir farnir inn og þar sem ég er hálfpartinn alinn upp á sumrin úti í Álsey var minn sánaklæðnaður ekki sá sami og þeirra. �?g tek af mér handklæðið, labba inn í sánann og stend þar á adamsklæðunum einum saman og horfi á þá alla dauðskelkaða á stuttbuxunum. �?ví næst fæ ég mér sæti á milli fyrsta og annars stýrimanns og hugsa: �??�?etta er nú vandræðalegt, Ágúst Halldórsson�??.�??