Sjómannadagur: Dagskrá dagsins
IMG_1193
Sjómannadagurinn á Stakkó. Eyjar.net/Tryggvi Már

Landsmenn halda sjómannadaginn hátíðlegan í dag, sunnudag. Í Vestmannaeyjum hefst dagskráin klukkan 13.00 á sjómannamessu.

13.00 Sjómannamessa í Landakirkju.
Séra Guðmundur Örn predikar og þjónar fyrir altari. Eftir messu verður minningarathöfn við minnisvarða hrapaðra og drukknaðra. Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur nokkur lög og Drengjakór Reykjavíkur syngur. Blómsveigur lagður að minnisvarðanum. Guðni Hjálmarsson stjórnar athöfninni. Að lokinni athöfn býður Drengjakór Reykjavíkur uppá fría 30 mín. tónleika í Landakirkju.

14-17 Eykyndilskaffi í Akóges

14-18 Myndlistasýning í Akóges
Viðar Breiðfjörð og Andrea Fáfnis Ólafs sína málverk sín í Akóges.

15.00  Hátíðardagskrá á Stakkó
Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur undir stjórn Jarls Sigurgeirssonar. Heiðraðir aldnir sægarpar. Valmundur Valmundsson stjórnar. Karlakór Vestmannaeyja flytur nokkur lög undir stjórn Matthíasar Harðarsonar. Ræðumaður Sjómannadagsins er Gísli Matthías Sigmarsson. Verðlaunaafhending fyrir keppnir helgar­innar, Fimleikafélagið Rán, hoppukastalar og popp.

Nýjustu fréttir

Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi
Handhafar Frétta-píramída 1992-95
ÍBV sækir ÍR heim
Siglt til Þorlákshafnar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.