Skemmtilegt samspil eyjasveita

Það var glatt á hjalla í bæjarleikhúsinu í Kviku í gærkvöldi. Þá fóru fram glæsilegir tónleikar þar sem fram komu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum í Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kom fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum.

Tónleikunum lauk með samspili beggja sveitanna. Á efnisskránni voru bæði íslensk og færeysk lög auk þess voru leikin Eurovision lög frá Norðurlöndum og fleira. Ókeypis var á tónleikana og voru þó nokkrir sem mættu til að hlýða á skemmtilega tónlist og fylgjast með ungdómnum blómstra.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.