Það var glatt á hjalla í bæjarleikhúsinu í Kviku í gærkvöldi. Þá fóru fram glæsilegir tónleikar þar sem fram komu Skólalúðrasveit Vestmannaeyja eldri deild, ásamt skólahljómsveit Tónlistarskólans í Vágum í Færeyjum sem er hér í heimsókn þessa dagana. Einnig kom fram popphljómsveit og jasshljómsveit Tónlistarskólans í Vágum.
Tónleikunum lauk með samspili beggja sveitanna. Á efnisskránni voru bæði íslensk og færeysk lög auk þess voru leikin Eurovision lög frá Norðurlöndum og fleira. Ókeypis var á tónleikana og voru þó nokkrir sem mættu til að hlýða á skemmtilega tónlist og fylgjast með ungdómnum blómstra.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst