Bæjarráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum gærdag, mótmæli á þjónustuskerðingu Héraðsdóms Suðurlands hér í Eyjum. Í bókun bæjarráðs segir: „Meðal helstu breytinga er að regluleg dómþing í Vestmannaeyjum verður nú ekki haldið lengur í desember og janúar. Í þessu felst að birtar ákærur og stefnur fá ekki umfjöllun og framgang á þessum tíma.“