Níu manna hópur skipstjóra sem tengjast Landeyjahöfn á einn eða annan hátt, mun funda næstkomandi fimmtudag með �?löfu Nordal innanríkisráðherra vegna hafnarinnar.
Sveinn Rúnar Valgeirsson er í forsvari fyrir hópinn, en í honum eru skipstjórar sanddæluskipa í Landeyjahöfn, skipstjórar Herjólfs og lóðsa í höfninni, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Gagnrýnir hópurinn verklag við ákvarðanatöku vegna Landeyjahafnar, en Sveinn segir að til dæmis hafi lítið samræmi hafa verið í svörum erlendra ráðgjafa um höfnina og yfirlýsinga skipaverkfræðings og smíðanefndar sem vinna að smíði nýrrar ferju milli lands og Eyja, um æskilega ölduhæð fyrir hina nýju ferju.