Næstkomandi laugardag, 19. október verður haldin í fyrsta sinn karlaráðstefnan Skjöldur á vegum Visku – fræðslu og símenntunarmiðstöðvar Vestmannaeyja. Þátttaka fór fram úr björtustu vonum en karlmenn bæði í Vestmannaeyjum og fastalandinu tóku vel við sér og mæta.
Formleg dagskrá hefst klukkan 13:00 og stendur fram á kvöld. Ráðstefnan verður haldin í Sagnheimum með erindum Martins Eyjólfssonar, Eyjamanns og ráðuneytisstjóra í utanríkisráðuneytinu, Mána Péturssonar fjölmiðlamanns og Þorsteins Bachmann leikara.
Á milli klukkan 17.00 og 19.00 verður smakkupplifun og happy hour á Brothers Brewery en þaðan fara menn svo á Einsa kalda þar sem Einar Björn verður með geggjaðan borgara og ískaldan drykk.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Visku en ráðstefnan markar tímamót því sennilega er hún sú fyrsta sem beinist eingöngu að körlum. Síðustu ár hafa konurnar átt sviðið en nú gæti leikurinn farið að jafnast.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst