Staða ferðaþjónustunnar í Vestmannaeyjum var til umræðu á fundi bæjarráðs en ráðið ræddi skipan sérstaks starfshóps sem hefur það hlutverk að skoða innviði með tilliti til ferðaþjónustu í Vestmannaeyjum. Á þetta sérstaklega við um aðkomu og göngustíga að helstu ferðamannastöðum í Vestmannaeyjum.
Bæjarráð skipar í hópinn framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs, umhverfisfulltrúa og þá Pál Scheving og Hallgrím Rögnvaldsson f.h. Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja. Hópurinn mun skila samantekt til bæjarráðs um stöðuna og tillögum að úrbótum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst