Magnús Sigurðsson (Evuson), múrari og torfærukappi, ætlar að bjóða tveimur félögum sínum til æfinga á hrauninu í Eyjum. Strákarnir ætla að mæta til Eyja í dag, laugardag og verða með þrjá torfærubíla, einn óbreyttan og tvo sérsmíðaða. Samhliða æfingunum er ætlunin að skoða aðstæður fyrir hugsanlega torfærukeppni næsta sumar.